Fótbolti

Barcelona búið að greiða riftunarverðið fyrir Paulinho

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Paulinho í leik með Guangzhou Evergrande
Paulinho í leik með Guangzhou Evergrande Vísir/getty

Búist er við því að brasilíski miðjumaðurinn Paulinho muni gangast undir læknisskoðun hjá Barcelona á morgun áður en gengið verður frá félagsskiptum hans frá Guangzhou Evergrande í Kína.

Paulinho sem er brasilískur landsliðsmaður hefur verið orðaður við Barcelona í allt sumar en Börsungar eiga nóg af peningum til að eyða eftir félagsskipti Neymar til PSG fyrr í sumar.

Kínverskir fjölmiðlar greindu frá því í kvöld að Barcelona hafi greitt riftunarverðið í samningi Paulinho, 40 milljónir evra, og að hann muni ferðast til Spánar á morgun.

Forseti félagsins sagði hann ekki til sölu en Paulinho hefur átt góðu gengi að fagna í Kína þar sem hann hefur verið einn besti leikmaður liðsins sem er í efsta sæti deildarinnar ásamt því að vera komið áfram í Meistaradeild Asíu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira