Innlent

Skátarnir sem veiktust allir útskrifaðir

Kjartan Kjartansson skrifar
Fjöldahjálparstöð var komið upp í grunnskólanum í Hveragerði til að hýsa skátana sem veiktust.
Fjöldahjálparstöð var komið upp í grunnskólanum í Hveragerði til að hýsa skátana sem veiktust. Vísir/Jóhann

Allir þeir sem veiktust af nóroveiru á útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni hafa nú verið útskrifaðir úr fjöldahjálparstöðinni í Hveragerði og henni lokað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.



Unnið er að sótthreinsun grunnskólans í Hveragerði þar sem fjöldahjálparstöðinni var komið upp. Eru vonir sagðar standa til að þeirri vinnu ljúki eigi síðar en á morgun.



„Fulltrúar viðbragðsaðila funduðu í Hveragerði kl. 10:00 og munu taka saman greinargerð um aðkomu síns fólks og aðgerðir sem farið verður yfir á fundi í byrjun september. Lögreglan á Suðurlandi og umdæmislæknir sóttvarna í héraði vilja þakka viðbragðsaðilum öllum frábæra og óeigingjarna vinnu við þetta stóra verkefni,“ segir í tilkynningunni sem birtist á Facebook-síðu lögreglunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×