Innlent

Úti er um vatnsævintýrið

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Vatnsverksmiðjan á Rifi þegar stóð til að Iceland Glacier Products hyggðist hefja þar vatnsbúskap.
Vatnsverksmiðjan á Rifi þegar stóð til að Iceland Glacier Products hyggðist hefja þar vatnsbúskap.
Skiptum er lokið á þrotabúi félagsins IV Iceland ehf. sem hugðist taka við keflinu af Kanadamanninum Otto Spork á Rifi á Snæfellsnesi með vatnsverksmiðju þar um slóðir.



Engar eignir fundust í búi IV Iceland og lauk skiptum 4. ágúst síðastliðinn en félagið hafði verið úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Vesturlands í janúar 2016. Lýstar kröfur námu ríflega 24,3 milljónum króna. IV Iceland var samkvæmt síðasta ársreikningi félagsins frá 2011 í eigu félagsins IV sem skráð er í Lúxemborg. IV Iceland keypti vatnsverksmiðjuhús Iceland Glacier Product árið 2012 en fram kom í fréttum þá að eigendur félagsins væru breskir fjárfestar.

Árið 2014 sagði Vísir frá því að illa hefði gengið hjá IV Iceland að standa við framkvæmdaáætlun og ekkert þokast í því að koma vatnsframleiðslu á Snæfellsnesi á koppinn. 


Tengdar fréttir

Vatnsútflutningur frá Rifi að renna út í sandinn?

Það ræðst væntanlega í vikunni hvort enn eitt vatnsútflutningsævintýrið á Rifi á Snæfellsnesi rennur út í sandinn eða ekki, en vatn til átöppunar hefur runnið óvirkjað út í fjörusandinn um árabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×