Innlent

Sérsveitin kölluð til vegna leikfangabyssu

Gissur Sigurðsson skrifar
Vísir/GVA
Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð upp í Mjódd á áttunda tímanum í gærkvöldi þar sem sést hafði til manns sem sveiflaði um sig vopni. Þegar til kom reyndist þetta vara leikfangabyssa, en hann og þrír aðrir voru handteknir og færðir til yfirheyrslu, en sleppt að þeim loknum.

Ungur karlmaður í annarlegu ástandi réðst á mann í Lækjargötu á öðrum tímanum í nótt og veitti honum áverka auk þess að brjóta gleraugu hans. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu, þar sem fíkniefni fundust í fórum hans. Þolandinn meiddist ekki alvarlega.

Þá var einn ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og vörslu þeirra. Lögreglan hafði einnig afskipti af pari á bílastæði við Glæsibæ vegna neyslu og vörslu fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×