Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Landspítali harmar fráfall manns sem svipti sig lífi á geðdeild spítalans aðfaranótt föstudags. Lögreglu og Embætti Landlæknis hefur verið tilkynnt um málið og verður það rannsakað ofan í kjölinn. Geðræktarsamtök furða sig á að sjúklingar í sjálfsvígshættu séu settir eftirlitslausir í herbergi þar sem möguleiki er á að fremja sjálfsvíg og hvetja spítalann til að endurskoða aðstæður á geðdeild. Fjallað verður nánar um þetta í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Þar förum við líka yfir skólamálin, en Reykjavíkurborg ætlar að setja milljarð króna í að bæta vinnuumhverfi leik- og grunnskóla til að laða að starfsfólk.

Í fréttunum hittum við líka ævintýramanninn John Snorra, sem er kominn heim eftir ótrúleg fjallgönguafrek.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×