Innlent

Eldur kom upp í kjallaraíbúð á Árskógssandi

Gissur Sigurðsson skrifar
Parið var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri til skoðunar, en var útskrifað að henni lokinni.
Parið var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri til skoðunar, en var útskrifað að henni lokinni. Vísir/STefán
Eldur kviknaði í kjallaraíbúð í tvíbýlishúsi á Árskógssandi í Dalvíkurbyggð laust eftir miðnætti.

Íbúi á efri hæðinni varð eldsins var og fór þegar niður og vakti par, sem þar var í fasta svefni, og komust allir heilir út.

Parið var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri til skoðunar, en var útskrifað að henni lokinni.

Slökkvistarf gekk vel en allt innanstokks mun vera ónýtt og skemmdir urðu á húsinu sjálfu.

Eldsupptök eru ókunn, en við fyrstu sýn virðist eldurinn hafa kviknað í stofunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×