Lífið

Villi Naglbítur fann sautján ára gamalt tónlistarmyndband heima í kassa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lagið kom út árið 2000.
Lagið kom út árið 2000.
Hljómsveitin 200.000 Naglbítar fundu á dögunum sautján ára gamalt tónlistarmyndband við lagið Lítill fugl.

Lagið er af plötunni Vögguvísur fyrir skuggaprins og kom hún út árið 2000. Myndbandið er eftir Magnús Helgason.

„Þetta er eina myndbandið frá okkur sem hefur ekki verið á YouTube og ég fann það í kassa heima á dögunum,“ segir Vilhelm Anton Jónsson, söngvari 200.000 Naglbíta en hann hefur núna komið því fyrir inni á YouTube.

Sveitin er hefur verið í hljóðveri að undanförnu og er plata væntanleg frá Akureyringum í haust. Einnig kemur sveitin fram á Iceland Airwaves.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×