Innlent

Heimatilbúin sprengja og skotvopn fundust í Hafnarfirði í gær

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Lögregla fann heimatilbúna sprengju og skotvopn við húsleit
Lögregla fann heimatilbúna sprengju og skotvopn við húsleit vísir/eyþór
Lögregla fann heimatilbúna sprengju og skotvopn í Hafnarfirði í gær þegar maður var handtekinn á Cuxhavengötu. Sérsveit lögreglu, ásamt lögreglu og slökkviliði var sent á staðinn eftir að maðurinn hringdi á Neyðarlínuna vegna leka og hótaði að beita skotvopni.

Sævar Guðmundsson varðstjóri hjá lögreglu segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið yfirheyrður í gærkvöldi og sleppt í kjölfarið.

„Það fannst eitt skotvopn og heimatilbúin sprengja,“ staðfesti Sævar við fréttastofu. Lögregla vísaði fólki út úr húsinu í gær vegna gruns um sprengihættu. Sævar segir að maðurinn hafi verið í ójafnvægi þegar lögreglan kom á staðinn.  Sprengjan hafði verið búin til úr einhvers konar tívolíbombu.

Sævar segir að rannsókn á málinu sé lokið hjá þeim og verði sent ákærusviði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×