Skoðun

Treystum fólkinu í Sjálfstæðisflokknum

Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Um öll Vesturlönd verður sú krafa sífellt háværari að auka beina aðkomu almennings að stjórnmálum. Þeir flokkar sem verða ekki við þeirri kröfu eru í mikilli hættu, þeir fjarlægjast fólkið, einangrast og missa af samtíma sínum. Við Íslendingar höfum ekki farið varhluta af þessari þróun, stjórnmálin eru í mikilli deiglu þessa dagana, fylgið á hreyfingu, nýjar flokkar hafa sprottið upp og krafa um breytt stjórnmál er hávær. Við þessu þarf Sjálfstæðisflokkurinn að bregðast eins og aðrir hefðbundnir flokkar. Flokkar sem þróast ekki með samtíma sínum og tíðaranda eru í mikilli hættu, alveg óháð mikilvægi þeirrar stefnu og hugmyndafræði sem þeir standa fyrir. Það er ekki nóg að hafa góð stefnu ef enginn vill hlusta.

Við þessar aðstæður má það furðulegt heita að fámennur hópsins í Valhöll ætlar nú að þrengja aðkomu almennra flokksmanna að vali á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Verði tillögur umrædds hóps samþykktar fá flokksmenn einungis að velja hver það verður sem leiðir lista flokksins, í önnur sæti ætlar fámennur hópur að velja vini sína á fundi lokuðu herbergi. Þessi tillaga færir Sjálfstæðisflokkinn áratugi aftur í tímann, frá fólkinu í átt að klíku og fámennisstjórnmálum. Í stað þess að efla og treysta fólkinu í Sjálfstæðisflokknum til að velja frambjóðendur flokksins á að taka upp vinnubrögð löngu liðins tíma, vinnubrögð sem endurspegluðu allt annað þjóðfélag en það sem við búum við í dag.

Þessi tillögugerð er því fráleit í ljósi þeirrar þróunar sem nú stendur yfir í stjórnmálum og hún er til þess fallinn að skaða Sjálfstæðisflokkin í bráð og lengd. Aukin aðkoma almennings og aukið lýðræði eru lykilhugtök í stjórnmálum þessa dagana. Hin furðulega tillaga meirihluta stjórnar Varðar gengur þvert á slík sjónarmið og í raun vandræðalegt fyrir okkur Sjálfstæðismenn að fylgjast með fulltrúum þessa hóps reyna að rökstyðja hana á opinberum vettvangi. 

Þar til viðhlýtandi rök hafa verið færð fyrir nauðsyn þess að draga úr áhrifum almennra flokksmanna í Sjálfstæðisflokknum hljótum við að sameinast um að tryggja að þessi tillaga verði ekki samþykkt. Þvert á móti eigum við að kappkosta að Sjálfstæðisflokkurinn sýni í verki að hann treysti eigin flokksmönnum til að velja frambjóðendur sína. Ef Sjálfstæðisflokkurinn treystir ekki eigin félagsmönnum, fólkinu sem myndar Sjálfstæðisflokkinn, hversu líklegt er þá að almenningur treysti Sjálfstæðisflokknum?

 Höfundur er formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×