Íslenski boltinn

Ögrað með vatnbyssum en enginn tekinn hálstaki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr leik Víkings Ó. í sumar.
Úr leik Víkings Ó. í sumar. vísir/andri marinó
Það voru ekki bara læti inni á vellinum þegar KR og Víkingur Ó. mættust í 13. umferð Pepsi-deildar karla í gærkvöldi, heldur einnig í stúkunni á Alvogen-vellinum. KR vann leikinn 4-2.

KR réði ferðinni í fyrri hálfleik og var 2-0 yfir að honum loknum. Víkingur lagði ekki árar í bát, Kwame Quee minnkaði muninn á 60. mínútu og 14 mínútum síðar jafnaði Guðmundur Steinn Hafsteinsson metin.

Stuðningsmenn Víkinga í stúkunni glöddust mjög, enginn þó meira en Viðar Ingi Pétursson sem hljóp inn á völlinn til að faðma Guðmund Stein. Hann var í kjölfarið fjarlægður af vellinum.

Þetta var þó bara byrjunin því stuðningsmönnum liðanna lenti svo saman. Sú fiskisaga flaug að stuðningsmaður Ólsara hefði tekið ungan KR-ing hálstaki.

Í yfirlýsingu frá Víkingi er þvertekið fyrir þetta. Þar segir að ungir stuðningsmenn KR hafi angrað og ögrað stuðningsmönnum Víkings með vatnbyssum og ekki látið segjast. Stuðningsmaður Ólsara hafi reynt að ná einni byssunni en ekki lagt hendur á drenginn.


Tengdar fréttir

Bjerregaard: Það eru allir svo almennilegir hérna

André Bjerregaard hefur komið eins og stormsveipur inn í Pepsi-deild karla. KR hefur unnið alla þrjá leikina sem þessi öflugi Dani hefur spilað og Vesturbæingar virðast vera komnir á beinu brautina eftir erfiða byrjun á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×