Tónlist

Tónskáldið Hans Zimmer tekur við af Jóhanni Jóhannssyni í Blade Runner 2049

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Jóhann er farsælt tónskáld sem hefur gert það gott vestanhafs.
Jóhann er farsælt tónskáld sem hefur gert það gott vestanhafs. Vísir/Getty
Kvikmyndatónskáldið Hans Zimmer mun sjá um að semja tónlistina fyrir nýjustu mynd Denis Villeneuve, Blade Runner 2049. Upprunalega stóð til að íslenska tónskáldið Jóhann Jóhannsson, sem hlaut Golden Globe verðlaunin árið 2015 fyrir tónsmíðar sínar í kvikmyndinni Theory of Everything, myndi semja tónlistina fyrir kvikmyndina.

Skjótt skipast veður í lofti og nú hefur verið ákveðið að Zimmer muni taka við verkefninu. Jóhann mun þó ekki stíga alveg til hliðar því hann mun vera Zimmer og aðstoðarmanni hans innan handar í ferlinu.

Jóhann hefur áður unnið að tónlistinni fyrir kvikmyndir Villeneuve nú síðast í kvikmyndinni Arrival sem kom út árið 2016. Jóhann var jafnframt tilnefndur til Golden Globe verðlaunanna í ár fyrir tónsmíðar sínar í þeirri mynd. Samkvæmt Vanity Fair ákvað Jóhann að stíga til hliðar til að taka þátt í öðru verkefni enda nóg fyrir stafni hjá honum á næstunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×