Innlent

Enn þrýst á bætur á Grindavíkurvegi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Grindavíkurvegur.
Grindavíkurvegur. vísir/rósa
Bæjarráð Grindavíkur ítrekar enn brýna nauðsyn framkvæmda á Grindavíkurvegi til að lagfæra slitlag, vegaxlir og fjölga útskotum.

„Bæjarstjórn Grindavíkur, bæjarstjóri og samráðshópur munu halda áfram að þrýsta á stjórnvöld og fjárveitingarvaldið að koma veginum á samgönguáætlun. Hann er bæði fjölfarinn og hættulegur og mikilvægt að aðgreina akstursstefnur sem fyrst,“ bókaði bæjaráðið eftir að hafa fengið skýrslu Vegagerðarinnar um öryggisúttekt á Grindavíkurvegi í vor.

„Vegagerðin hefur forgangsraðað tillögunum sem er ætlað að bæta umhverfi vegarins og gera hættuminni þar sem slys vegna útafaksturs eru tíðust.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×