Lífið

XXX Rottweiler hita upp fyrir Migos

Það má búast við mikilli veislu 16. ágúst.
Það má búast við mikilli veislu 16. ágúst.
XXX Rottweiler munu hita upp fyrir rappsveitina Migos í Laugardalshöllinni þann 16. ágúst.

Þar með hafa öll atriði kvöldsins verið opinberuð en þau eru XXX Rottweiler, CYBER og Joey Christ. Einnig mun DJ SURA halda uppi stuðinu áður en fyrsta atriðið stígur á svið.

XXX Rottweiler eru einir helstu frumkvöðlar hip hop tónlistar á Íslandi. Þeir gáfu út sína fyrstu plötu árið 2001 og hafa síðan þá raðað að sér nær öllum þeim verðlaunum sem hægt er að vinna! Sveitin varð strax í upphafi mjög umtöluð og vakti athygli fyrir óheflaða texta og gróft flæði.

Í dag eiga Rottweiler hundarnir ógrynni af klassískum rapplögum sem allir Íslendingar þekkja og geta sungið með í bland við nýja og ferska hittara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×