Formúla 1

Honda telur sig geta skákað Renault á þessu tímabili

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Yusuke Hasegawa ræðir við Fernando Alonso, ökumann McLaren Honda um þriðju kynslóðina af Honda vél.
Yusuke Hasegawa ræðir við Fernando Alonso, ökumann McLaren Honda um þriðju kynslóðina af Honda vél. Vísir/Getty

Yusuke Hasegawa, yfirmaður kappakstursmála hjá Honda telur að framleiðandinn geti tekið fram úr Renault í afköstum véla á yfirstandandi Formúlu 1 tímabili.

Honda vélin hefur verið fjórða besta vélin í Formúlu 1, af fjórum, síðan Honda sneri aftur í Formúlu 1 árið 2015. Á eftir Ferrari, Mercedes og Renault.

Honda vélin hefur sýnt framfarir í undanförnum keppnum. McLaren-Honda liðið náði í sín fyrstu stig í Bakú í júní. Það var fyrsta skiptið sem þriðja útgáfa vélarinnar fyrir 2017 var notuð. Báðir bílar liðsins voru í stigasætum í síðustu keppni í Ungverjalandi.

„Ég tel að við getum haldið áfram samskonar framförum á næstunni, en það er erfitt að ná Mercedes og Ferrari. Ég þrái að komast fram úr Renault á þessu tímabili,“ sagði Hasegawa.

Hasegawa segist viss um að liðið geti náð því takmarki sínu.

„Það má sjá það á tölunum sem við fáum út úr okkar vél. Ég ætla ekki að opinbera þær en við erum að minnka bilið,“ bætti Hasegawa við.


Tengdar fréttir

Bílskúrinn: Varnarsigur í Ungverjalandi

Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark í ungverska kappakstrinum í Formúlu 1 um liðna helgi. Hann var að glíma við stýrisvandamál í bíl sínum og hefði verið auðveld bráð fyrir Mercedes menn ef ekki hefði verið fyrir liðsfélaga Vettel, Kimi Raikkonen sem varði sinn mann vel en þurfti að bíta í það súra að fá ekki að taka fram úr Vettel.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira