Innlent

Metfjöldi flugvéla um íslenska svæðið

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Flugumferð hefur aldrei verið meiri á íslenska flugstjórnarsvæðinu.
Flugumferð hefur aldrei verið meiri á íslenska flugstjórnarsvæðinu. vísir/vilhelm
20.265 flugvélar fóru um íslenska flugstjórnarsvæðið í júlímánuði. Er það í fyrsta sinn sem fjöldinn fer yfir tuttugu þúsund. Isavia áætlar að um fimm milljónir farþega hafi ferðast með þessum flugvélum.

Í frétt á vef Isavia segir að tuttuguþúsundasta flugvélin hafi verið frá AirCanada, með flugnúmer 845, sem flaug nýverið á milli Frankfurt í Þýskalandi og Calgary í Kanada.

Flugumferðarstjórar í miðstöð Isavia í Reykjavíkur, sem fylgjast með flugumferðinni, sendu kveðju til áhafnar flugvélarinnar. Var henni vel tekið.

Ríflega þriðjungur umferðar um íslenska svæðið er til og frá Íslandi. Önnur umferð er flug á milli Evrópu og Ameríku annars vegar og Ameríku og Asíu hins vegar. Hefur flugumferð á milli Ameríku og Asíu aukist verulega síðustu árin, að sögn Isavia.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×