Innlent

Hver grunnskólanemi kostar 1,8 milljón á ári

Jakob Bjarnar skrifar
Hver grunnskólanemi kostar hið opinbera ríflega 153 þúsund krónur á mánuði.
Hver grunnskólanemi kostar hið opinbera ríflega 153 þúsund krónur á mánuði. visir/pjetur
Áætlaður árlegur rekstrarkostnaður í ágúst 2017 á hvern grunnskólanema er 1.839.965 krónur. Þetta kemur fram í frétt Hagstofunnar nú í morgun. Þetta þýðir að hver grunnskólanemi kostar hið opinbera ríflega 153 þúsund krónur á mánuði.

Meðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum, sem reknir eru af sveitarfélögum, árið 2015 var 1.651.002 krónur og vegin meðalverðbreyting rekstrarkostnaðar frá 2015 til ágúst 2017 er áætluð 11,4 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×