Lífið

NEINEI komið með yfir milljón áhorf: Íslendingar hlusta á lagið sex þúsund sinnum á dag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svakalegar móttökur hér á landi.
Svakalegar móttökur hér á landi.

Lagið NEINEI er án efa vinsælasta lag ársins hér á landi en það kemur frá samfélagsmiðlahópnum Áttunni. 

Lagið var pródúserað, tekið upp og mixað af Lárusi Erni Arnarssyni og Inga Þór BauerNEINEI kom inn á YouTube fyrir 172 dögunm síðan og hefur það verið spilað yfir milljón sinnum á þeim vettvangi.

Það þýðir að hlustað hefur verið á NEINEI um 5800 sinnum á hverjum einasta degi síðan þá. Þá er ekki tekið með spilanir á Spotify og því má ætla að talan sé vel yfir sex þúsund. 


Tengdar fréttir

Svona varð smellurinn NEINEI til

Lagið NEINEI með Áttunni hefur hreinlega slegið í gegn hér á landi og þegar þessi frétt er skrifuð er lagið með 273.000 áhorf á YouTube.

Áttan segist ekki hafa keypt áhorf

Nýjasta lag Áttunnar, Neinei, hefur átt gífurlega miklum vinsældum að fagna síðan það kom út fyrir um viku og hefur sankað að sér geysilega miklu áhorfi, eða næstum 200 þúsund skiptum. Á Twitter segja sumir að hér sé um svindl að ræða og að áhorfið sé keypt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira