Enski boltinn

Birkir hægri bakvörður í sigri Aston Villa

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birkir fékk tækifæri í byrjunarliðinu í kvöld.
Birkir fékk tækifæri í byrjunarliðinu í kvöld. vísir/getty
Birkir Bjarnason lék allan leikinn fyrir Aston Villa sem vann 1-2 sigur á Colchester í 2. umferð enska deildabikarsins í kvöld.

Birkir var í nýrri stöðu í leiknum í kvöld, sem hægri bakvörður. Þetta var hans fyrsti leikur á tímabilinu en hann var ónotaður varamaður í 1-1 jafnteflinu við Hull City í ensku B-deildinni um síðustu helgi.

Scott Hogan kom Villa yfir strax á 6. mínútu. Aðeins mínútu fékk Colchester vítaspyrnu en Jed Steer varði frá Mikael Mandron.

Á 19. mínútu varð Frankie Kent fyrir því óláni að skora sjálfsmark og Villa komið í 0-2. Kent skoraði í rétt mark á 39. mínútu en nær komst Colchester ekki.

Bolton, Leeds United, Burton Albion og Sheffield United komust einnig áfram í 3. umferðina í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×