Erlent

Flugu sprengjuflugvélum yfir Kóreuskaga

Samúel Karl Ólason skrifar
B1-B sprengjuþota og F-15 orrustuþota á flugi yfir Kóreu.
B1-B sprengjuþota og F-15 orrustuþota á flugi yfir Kóreu. Vísir/GETTY
Tveimur bandarískum sprengjuþotum var flogið yfir Kóreuskaga í dag. Tilgangur flugs tveggja flugvéla af gerðinni B-1B var ætlað senda yfirvöldum Norður-Kóreu skilaboð eftir síðustu tilraun þeirra með langdræga eldflaug.

Yfirmaður flughers Bandaríkjanna í Kyrrahafi segir Norður-Kóreu vera mikla ógn gegn friði og stöðugleika á svæðinu.

„Ef til þess kemur, erum við tilbúin til að bregðast við með hröðum, banvænum og yfirþyrmandi krafti hvar sem við kjósum,“ segir Terrence J. O´Shaughnessy, samkvæmt frétt Reuters.



Herþotur frá Suður-Kóreu, fylgdu sprengjuflugvélunum sem flogið var frá herstöð Bandaríkjanna í Guam. Flugvélum þessum hefur nokkrum sinnum verið flogið yfir Kóreuskaga á árinu eftir eldflaugatilraunir Norður-Kóreu.



Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna tilkynntu einnig í dag að tekist hefði að skjóta niður miðlungsdræga eldflaug með THAAD-eldflaugavarnarkerfinu svokallaða. Búið er að koma slíku kerfi fyrir í Suður-Kóreu og vilja yfirvöld þar betrumbæta eldflaugavarnir sínar enn fremur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×