Golf

Valdís Þóra komst ekki á Opna breska

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valdís Þóra verður ekki með á Opna breska.
Valdís Þóra verður ekki með á Opna breska. MYND/GSIMYNDIR.NET/SETH
Valdísi Þóru Jónsdóttur, Íslandsmeistara í golfi, tókst ekki að tryggja sér þátttökurétt á Opna breska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn.

Valdís keppti á úrtökumóti fyrir Opna breska á Castle Course í St. Andrews í Skotlandi í dag.

Valdís lék hringinn á tveimur höggum yfir pari og er, þegar þetta er skrifað í kringum 40. sæti. Tuttugu efstu kylfingarnir komast inn á Opna breska.

Ísland mun þó eiga einn fulltrúa á Opna breska því Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur tryggt sér þátttökurétt á mótinu.


Tengdar fréttir

Ólafía Þórunn verður með á opna breska

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður með á opna breska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Kingsbarns Golf Links golfvellinum í Skotlandi um Verslunarmannahelgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×