Enski boltinn

Newcastle kaupir Manquillo frá Atletico

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Manquillo mættur í nýja búninginn.
Manquillo mættur í nýja búninginn. vísir/getty
Nýliðar Newcastle í ensku úrvalsdeildinni fengu fínan liðsstyrk í dag.

Þá keypti félagið spænska bakvörðinn Javier Manquillo frá Atletico Madrid. Leikmaðurinn er 23 ára gamall og skrifaði undir þriggja ára samning við enska félagið.

Hann þekkir vel til í enska boltanum eftir að hafa verið í láni hjá Liverpool leiktiðina 2014-15 og svo hjá Sunderland síðasta vetur.

Manquillo á ekki neina A-landsleiki á bakinu en hefur spilað fyrir öll yngri landslið Spánverja.

Hann er alinn upp hjá Atletico en náði aðeins að spila sex leiki með aðalliði félagsins.

Manquillo er fjórði leikmaðurinn sem Newcastle fær til sín í sumar en áður hafði félagið fengið Jacob Murphy frá Norwich, Christian Atsu kom frá Chelsea og Florian Lejeune mætti til Englands frá Eibar á Spáni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×