Formúla 1

Geislabaugurinn kominn til að vera í Formúlu 1

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Sebastian Vettel reyndi geislabaugs-vörnina á eigin skinni í fyrra.
Sebastian Vettel reyndi geislabaugs-vörnina á eigin skinni í fyrra. Vísir/Getty

Ákvörðun hefur verið tekin um að gera höfuðvörn að skyldubúnaði í Formúlu 1 á næsta ári. Hin svokallaða geislabaugs-vörn hefur orðið fyrir valinu.

Tveir valkostir voru helst í stöðunni og hefur gegnsæi skjöldurinn þurft að lúta í lægra haldi fyrir geislabaugnum. Sebastian Vettel prófaði skjöldinn á Silverstone brautinni um síðustu helgi. Hann sagði að sig hefði farið að svima fljótlega.

Fregnir herma að níu af tíu liðum hafi kosið gegn því að setja höfuðvörn á bílana. FIA mun samt gera slíkt að skyldubúnaði á næsta ári.

Alþjóða akstursíþrótta þingið mun þó að endingu hafa lokaorðið um hvort raunverulega verður sett höfuðvörn á bílana.

Miðað við afstöðu FIA og áhersluna á aukið öryggi þrátt fyrir aukin hraða þá verður að telja líklegt að þingið samþykki reglurnar.


Tengdar fréttir

Bílskúrinn: Hamilton drottnaði á heimavelli

Lewis Hamilton jafnaði met goðsagnarinnar Jim Clark með því að vinna sinn fimmta breska kappakstur á ferlinum á Silverstone um helgina. Hann minnkaði í leiðinni forskot Sebastian Vettel í heimsmeistarakeppni ökumanna niður í eitt stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira