Fótbolti

Svona var stemningin meðal stuðningsmanna Íslands í Doetinchem

Kolbeinn Tumi Daðason í Doetinchem skrifar
Leikmenn HK/Víkings voru mættir. Stelpurnar ætla að styðja landsliðsstelpurnar til sigurs gegn Sviss.
Leikmenn HK/Víkings voru mættir. Stelpurnar ætla að styðja landsliðsstelpurnar til sigurs gegn Sviss. Vísir/Tom
Óhætt er að segja að stuð hafi verið á stuðningsmannasvæðinu í Doetinchem í dag þar sem hundruð stuðningsmanna Íslands og öllu færri stuðningsmenn Sviss hituðu upp fyrir viðureign þjóðanna á EM í dag.

Vísir var í beinni útsendingu frá stuðningsmannasvæðinu um klukkan 15 að staðartíma, þremur tímum fyrir leik, og tók púlsinn á Íslendingum sem nutu sólarinnar, drukku drykki með regnhlífum í og gáfu hljóðdæmi um stuðninginn sem verður í stúkunni á eftir.

Upptöku frá útsendingunni má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×