Innlent

Maður handtekinn grunaður um íkveikju

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Eins og sést eru báðir bílarnir rústir einar.
Eins og sést eru báðir bílarnir rústir einar. vísir/jói k
Búið er að handtaka manninn sem grunaður er um að hafa kveikt í bíl í gær fyrir utan Vog í Grafarvogi að því er fram kemur í frétt RÚV.

Maðurinn er einnig grunaður um að hafa í framhaldinu kveikt í mottu á stigagangi í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Hann stakk af þegar íbúi sá til hans. Í kjölfarið var lögreglu gert viðvart og maðurinn handtekinn.

Ekki er vitað hver ásetningur mannsins var en hann verður yfirheyrður í dag. Rannsókn á íkveikjunni er í fullum gangi.

Í gær sagði Vísir frá því að Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna bíls sem var alelda á bílastæði SÁÁ við Stórhöfða.

 

Bílarnir voru á bílastæðinu við Vog, sjúkrahús SÁÁ.vísir/jói k

Tengdar fréttir

Alelda bíll á bílastæði SÁÁ

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út nú á þriðja tímanum vegna bíls sem var alelda á bílastæði SÁÁ við Stórhöfða.

Kveikti í gólfmottu og stakk af

Karlmaður var handtekinn á fimmta tímanum í dag eftir að hafa gerst uppvís að íkveikju í fjölbýlishúsi í Breiðholti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×