Sport

Hrafnhildur nokkuð frá sínu besta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir. vísir/valli
Hrafnhildur Lúthersdóttir komst ekki í undanúrslit á HM í sundi sem nú fer fram í Búdapest í Ungverjalandi.

Hún synti á 1:07,54 mínútum í undanrásum í dag og hafnaði í átjánda sæti í undanrásunum. Efstu sextán keppendurnir komust í undanúrslitin.

Hrafnhildur vann bronsverðlaun í greininni á EM í London í fyrra og komst í úrslit á Ólympíuleikunum í London í fyrra þar sem hún hafnaði í sjötta sæti.

Íslandsmet hennar í greininni er 1:06,45 mínútur sem hefði dugað til að ná fimmta besta tímanum í undanrásunum í dag.

Bryndís Rún Hansen keppti í 100 m flugsundi í gær og hafnaði í 32. sæti í undanriðlum er hún synti á 1:01,32 mínútum. Íslandsmetið í greininni á Sarah Blake Bateman en það er 59,87 sekúndur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×