Fótbolti

EM í dag: Typpalingaafsökunarbeiðni ekki tekið

Ritstjórn skrifar
Stelpurnar okkar halda til Rotterdam í dag þar sem þær mæta Austurríki í lokaleik sínum á Evrópumótinu annað kvöld. Austurríki er ósigrað, með fjögur stig eftir tvo leiki, en tap gegn Íslandi gæti sent liðið úr keppni.

Ísland spilar fyrir stoltið, ætlar sér sigur en koma verður í ljós hvort það dugi. Ekkert hefur vantað upp á baráttuna í fyrri leikjunum tveimur en uppskeran er núll stig. Austurríki er að stórum hluta skipað leikmönnum í þýsku Bundesligunni og ljóst að við ramman reip verður að draga.

Okkar menn í Rotterdam velta fyrir sér þörfinni fyrir 23 ára landsliði kvenna, gráta það að síðasti Íslendingurinn er úr leik á EM, lýsa stemningunni í Rotterdam auk þess sem sár typpalingur í Reykjavík fær sinn tíma í þætti dagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×