Glamour

Geimverur í Gucci: Nýjasta herferð tískuhússins gerist í geimnum

Ritstjórn skrifar
Glamour/Skjáskot
Ímyndunarafli Alessandro Michele, listræns stjórnanda Gucci, halda engin bönd og er nýjasta herferð tískuhússins gott dæmi um það. Innblástur herferðarinnar kemur frá geimverumyndum frá fimmta og sjötta áratugnum, eins og Creature from the Black Lagoon og Forbidden Planet.

Gucci hafa verið duglegir að stríða áhorfendum með litlum vísbendingum um herferðina á Instagram með myllumerkinu #gucciandbeyond, en í dag sjáum við allt í heild sinni.

Einnig kom út lítið myndband sem er mjög skemmtilegt að horfa á. Myndirnar og myndbandið er tekið af Glen Luchford.

Hvað segja aðdáendur Gucci við þessari herferð? Ef geimverur líta vel út í Gucci, þá hljóta fötin að vera ansi fögur.








×