Erlent

Frjáls undan oki ISIS en Mosul er í rúst

Samúel Karl Ólason skrifar
Svona er útlitið víða í Mosul.
Svona er útlitið víða í Mosul. Vísir/AFP
Þrátt fyrir að borgin Mosul í Írak sé að mestu nú laus undan oki Íslamska ríkisins er ærið verk fyrir höndum. Borgin er nánast rústir einar og gamli bær Mosul hefur orðið hvað verst úti, en þar vörðust vígamenn ISIS til hins síðasta. Bardagar um borgina hófust þann 17. október í fyrra, en vígamenn ISIS tóku hana sumarið 2014.

Sjá einnig: Forsætisráðherra Íraka lýsir yfir fullnaðarsigri í Mosul.

Þrátt fyrir yfirlýsingar um sigur er þó enn barist í borginni. Ljósmyndarar og fréttamenn sækja nú borgina heim þar sem öryggi er orðið meira og taka myndir og myndbönd.

Hér fyrir neðan má sjá myndir og myndbönd sem tekin voru í borginni á síðustu dögum.





Harðir bardagar hafa staðið yfir í borginni frá 17. október.Vísir/AFP
Leyniskytta leitar að síðustu vígamönnum ISIS í Mosul.Vísir/AFP
Bandaríkin hafa stutt aðgerðir írakska hersins með loftárásum.Vísir/AFP
Hús í borginni eru mjög illa farin og göturnar fullar af braki.Vísir/AFP
Íbúi Mosul á gangi um borgina.Vísir/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×