Erlent

Hús féll á hliðina í Tíbet vegna flóða

Samúel Karl Ólason skrifar
Gífurlega miklar rigningar og flóð hafa valdið usla í héraðinu Jomda í Tíbet. Meðal afleiðinga rigningarinnar er að fjölbýlishús féll á hliðina og var það í heilu lagi. Vatn úr ánni Ziqu sópaði grunni byggingarinnar á brott á einungis nokkrum sekúndum á laugardaginn og fylgdi húsið á eftir.

Samkvæmt frétt International Buisness Times hafa minnst 24 brýr eyðilagðist í óveðrinu og vegir hafa farið víða í sundur.

Allir íbúar byggingarinnar höfðu yfirgefið heimili sín og enginn lét lífið, en hrun hússins náðist á myndband.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×