Erlent

Obama tekur þátt í fjáröflun á vegum Demókrataflokksins

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Obama er afar ólíkur núverandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, í háttum og stjórnmálaskoðunum.
Obama er afar ólíkur núverandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, í háttum og stjórnmálaskoðunum. Vísir/AFP
Barack Obama, fyrrum forseti Bandaríkjanna, mun stíga aftur fram í sviðsljós bandarískra stjórnmála þegar hann mætir á fjáröflun félagsmanna Demókrataflokksins á fimmtudaginn næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn sem Obama kemur nálægt stjórnmálum síðan hann yfirgaf Hvíta húsið í janúar á þessu ári.

Á fjáröfluninni verða pólitískar línur flokksins innan ríkja Bandaríkjanna metnar og umdæmi flokksins verða endurskoðuð með það fyrir augum að koma í veg fyrir breytingu kjördæmaskipunar sem sé tilteknum stjórnmálaflokki í hag. Reynt verður að gera mörkin skýrari og vinalegri líkt og kemur fram í frétt CNN.

Þá hefur Obama verið einn þeirra sem telur að endurskoðun umdæma sé nauðsynlegur þáttur í að tryggja velgengni flokksins í kosningum og geri fleira fólki kleift að láta rödd sína heyrast.

Obama verður aðalnúmer fjáröfluninnar sem haldin verður á heimili fyrrverandi dómsmálaráðherra Eric Holder í Washington. Holder er yfir nefnd um breytingar á umdæmamörkum Demókrataflokksins.


Tengdar fréttir

Obama ræddi við Merkel á opnum fundi í Berlín

Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er nú staddur í Berlín, höfuðborg Þýskalands, þar sem hann hitti fyrir kanslarann, Angelu Merkel, við Brandenborgarhliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×