Erlent

Sjö létust í skotárás á pílagríma í borginni Srinagar í Indlandi

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Meirihluti þeirra sem létust voru konur.
Meirihluti þeirra sem létust voru konur. Vísir/AFP
Sjö manns létust í skotárás sem átti sér stað í borginni Srinagar í Kashmir í Indlandi. Sextán eru særðir, þar af þrír alvarlega. New York Times greinir frá.

Árásarmennirnir miðuðu á hindúa í pílagrímsför, sem voru farþegar í rútu á heimleið eftir að hafa farið að líkneski Shivu sem staðsett er í helli í Himalaya fjöllum.

Ferðir pílagrímanna liggja um árásasvæði þar sem öfgahópar hafa áður ráðist gegn hindúum.  Yfirleitt er svæðið mjög vel afgirt og eftirlit er mikið. Rúta þessi sem um ræðir var þó ekki á skrá hjá öryggisaðilum þar sem hún var ekki hluti af aðalbílalestinni um svæðið og því var hún auðveldara skotmark árásarmanna.

Árásarmennirnir höfðu það að markmiði að hækka spennustig á milli hindúa og múslíma í ríkinu en nú þegar andar köldu á milli hópanna tveggja. Árásarmennirnir réðust í fyrstu á lögreglubíl og brutust í gegnum öryggishlið á svæðinu áður en skotárás á rútuna hófst.

Þetta er fyrsta árásin af þessu tagi sem gerð hefur verið á pílagríma síðan árið 2000 þegar 30 manns létust. Árásin hefur verið fordæmd af yfirvöldum og hún sögð fara gegn þeim samfélagsanda og gildum sem ríki í ríkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×