Erlent

Bandarískur hermaður handtekinn vegna áforma um gagnaleka til ISIS samtakanna

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Bandarískir hermenn að störfum.
Bandarískir hermenn að störfum. Vísir/AFP
Hermaður á fertugsaldri frá Havaíeyjum hefur verið handtekinn og ákærður fyrir að hafa reynt að leka hernaðargögnum til ISIS samtakanna. Hermaðurinn, að nafni Ikaika Kang, er einnig talinn hafa gengið formlega til liðs við samtökin. Bandaríski fréttamiðillinn NBC greinir frá.

Talsmaður alríkislögreglunnar FBI í Honolulu, Paul D. Delacourt, sagði að FBI hefði haft auga með manninum í rúmt ár vegna grunns um tengsl við samtökin




Fleiri fréttir

Sjá meira


×