Erlent

Trump sagður ætla til Bretlands á næsta ári

Samúel Karl Ólason skrifar
Theresa May og Donald Trump.
Theresa May og Donald Trump. Vísir/Getty
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að sækja Breta heim á næsta ári. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, bauð honum í heimsókn þegar hún fór til Washington DC í janúar, en samkvæmt fjölmiðlum ytra fannst enginn hentugur tími á þessu ári.

Fyrirhuguð heimsókn Trump til Bretlands olli þó usla þar fyrr á árinu, þar sem Trump er ekki vinsæll í Bretlandi. Nærri því tvær milljónir Breta skrifuðu undir undirskriftalista um að ekki ætti að bjóða forsetanum í heimsókn.



Rúmlega 160 af 650 þingmönnum Bretlands skrifuðu undir ályktun þar sem farið var fram á að Trump myndi ekki halda ræðu á þinginu.

Þá stigu jafnvel stjórnmálamenn eins og Jeremy Corbyn og Tim Farron sem fóru fram á að afturkalla ætti heimsóknarboðið. Samkvæmt frétt BBC var talið að Trump vildi ekki fara til Bretlands vegna mögulegra mótmæla. Hvíta húsið sagði það þó ekki rétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×