Erlent

Hóta viðbrögðum gegn þvingunum

Samúel Karl Ólason skrifar
Kim Jong Un, einræðisherra Norður Kóreu.
Kim Jong Un, einræðisherra Norður Kóreu. Vísir/EPA
Yfirvöld í Norður-Kóreu hóta því að grípa til „viðeigandi ráðstafana“ samþykki Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að herða viðskiptaþvinganir gegn einræðisríkinu einangraða. Ráðið vinnur nú að frekari þvingunum vegna tilraunar Norður-Kóreu með langdrægna eldflaug.

Talsmaður Utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu segir vel heppnað tilraunaskot Hwasong-14 eldlafuagar "sýna að fullu vilja og getu Norður-Kóreu til að gereyða Bandaríkjunum í einu höggi“ og Bandaríkin þurfi að sýna varkárni.

Þetta kemur fram á vef KCNA, ríkismiðils Norður-Kóreu.



Eldflauginni var skotið á loft þann fjórða júlí og flaug hún í 2.802 kílómetra hæð. Talið er mögulegt að hún gæti borið kjarnorkuvopn að ströndum Bandaríkjanna, en það er alls ekki víst. Þá segir leyniþjónusta Suður-Kóreu að nágrannar sínir búi ekki yfir þeirri tækni sem þurfi til að koma kjarnorkuvopnum til skotmarka sinna í eldflaugum sem þessari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×