Fótbolti

Jafntefli í fyrsta leik lærisveina Ólafs á tímabilinu

Elías Orri Njarðarson skrifar
Hannes Þór var í búrinu í dag
Hannes Þór var í búrinu í dag visir/getty
SonderjyskE og Randers mættust í fyrstu umferð í dönsku Superligunni í dag.

Leikmenn Ólafs Kristjánssonar í Randers FC, gerðu markalaust jafntefli á útivelli við SonderjyskE í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, var að vanda í byrjunarliði Randers en hann stóð vaktina vel og greip inn í þegar á þurfti.

Bæði lið fengu færi til þess að skora en inn vildi boltinn ekki og leikurinn endaði með markalausu jafntefli.

Randers endaði í 7. sæti á seinasta tímabili og gaman verður að fylgjast með okkar mönnum, Ólafi og Hannesi, á nýju tímabili.

Í hinum leik dagsins mættust meistararnir í  FC Kobenhavn og Aab frá Álaborg.

Leikurinn endaði með óvæntu 1-1 jafntefli, en FCK vann deildina örugglega í fyrra á meðan að Aab endaði í 8. sæti deildarinnar.

Federico Santander kom meisturunum yfir á 39. mínútu leiksins og virtist sem að meistararnir væru að fara að sigla þremur stigum í hús en Jakob Blaabjerg jafnaði metin á 90. mínútu leiksins og því óvænt jafntefli hjá meisturunum í fyrstu umferð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×