Sport

Helgi vann silfurverðlaun á HM í London í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helgi Sveinsson biður um stuðning í London í kvöld.
Helgi Sveinsson biður um stuðning í London í kvöld. Vísir/Getty
Spjótkastarinn Helgi Sveinsson vann í kvöld til silfurverðlauna á heimsmeistaramóti fatlaðra sem nú stendur yfir í London.

Helgi kastaði lengt 56,74 metra en Ólympíumeistarinn Akeem Stewart frá Trínidad og Tóbagó var heimsmeistari eftir kast upp á 57,61 metra.

Í flokki Helga er keppt í sameinuðum flokkum F42,43 og 44. Helgi setti heimsmeistaramótsmet fyrir flokk F42 með kastinu upp á 56,74 metra en það met mun standa að minnsta kosti næstu tvö árin eða þangað til HM fer fram á nýjan leik árið 2019.

Þetta eru þriðju verðlaun Helga frá heimsmeistaramóti en hann vann gull á HM 2013 í Lyon og brons á HM 2015 í Doha. Helgi á þar með gull, silfur og brons frá síðustu þremur heimsmeistaramótum.

Helgi hefur einnig tvisvar sinnum orðið Evrópumeistari og einu sinni unnið Evrópusilfur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×