Sport

Helgi eftir að HM-silfrið var í höfn: Ætlaði að sýna þeim að ég er betri en þeir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helgi Sveinsson kastar hér spjótinu í London í kvöld.
Helgi Sveinsson kastar hér spjótinu í London í kvöld. Vísir/Getty
Helgi Sveinsson tryggði sér í kvöld silfurverðlaun á heimsmeistaramóti fatlaðra í frjálsum íþróttum eins og fram kom á Vísi fyrr í kvöld.

„Ég er mjög sáttur og get ekki annað sagt. Ég er að keppa við þessa stráka sem eru minna fatlaðir en ég og er að sýna þeim að ég er betri en þeir,“ sagði Helgi Sveinsson í viðtali eftir keppni.

„Ég er þarna til þess að vinna þetta og það kemur næst. Ég veit hvað ég á að gera,“ sagði Helgi. Hann hefur nú unnið gull, silfur og brons á síðustu þremur heimsmeistaramótum.  Helgi kastaði lengst 56,74 metra sem dugði honum fyrir silfrinu en þetta var heimsmeistaramótsmet í hans fötlunarflokki.  Í flokki Helga er keppt í sameinuðum flokkum F42, 43 og 44.

En hvað lagði hann upp með í kvöld?

„Ég ætlaði að reyna að vera slakur og halda haus. Ég ætlaði ekki að leyfa æsingnum að ná tökum á mér. Þegar þú ert kominn á stallinn og þarf að fara að byrja að þenja vélina þá reykspólar maður stundum og ég gerði svolítið af því núna,“ sagði Helgi.

Kári Jónsson, þjálfari Helga, tók upp stutt viðtal með kappanum en það má sjá allt hér fyrir neðan.








Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×