Innlent

Telja stjórnvaldssektir skilvirkari leið við brotum gegn lögum um eftirlit með skipum

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Þá er einnig lagt til að Samgöngustofu beri að birta á vef sínum alþjóðlega samninga sem Ísland er aðili að auk viðauka og kóða sem þeim fylgir, á íslensku sem og ensku ef mögulegt er.
Þá er einnig lagt til að Samgöngustofu beri að birta á vef sínum alþjóðlega samninga sem Ísland er aðili að auk viðauka og kóða sem þeim fylgir, á íslensku sem og ensku ef mögulegt er. Vísir/Vilhelm
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið skoðar nú breytingar á lögum um Samgöngustofu og breytingu á lögum um eftirlit með skipum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Lagt er til að bætt verði við ákvæði um stjórnvaldssektir vegna brota á lögum um eftirlit með skipum. Í núverandi lögum er gert ráð fyrir að brot séu kærð til lögreglu til rannsóknar og aðeins eru nefnd ein stjórnsýsluviðurlög um farbann. Er það talið vera of þungbært úrræði. Talið er að beiting stjórnvaldssekta sé skilvirkari leið heldur en að beita stjórnsýsluviðurlögum sem og að fara með málin til dómstóla þar sem dæmd er refsing.

Þá er einnig lagt til að Samgöngustofu beri að birta á vef sínum alþjóðlega samninga sem Ísland er aðili að auk viðauka og kóða sem þeim fylgir, á íslensku sem og ensku ef mögulegt er. Viðaukum við samningana er reglulega breytt og vegna þessara öru breytinga hafa þeir ekki allir verið birtir ásamt samningum hingað til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×