Sport

Pacquiao tekinn í kennslustund

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Horn lætur Pacquiao finna fyrir því.
Horn lætur Pacquiao finna fyrir því. vísir/getty
Jeff Horn, fyrrverandi íþróttakennari, gerði sér lítið fyrir og sigraði Manny Pacquiao, einn fremsta boxara síðari ára, í WBO titilbardaga í veltivigt í gær.

Bardaginn fór fram í Brisbane í Ástralíu, heimaborg hins 29 ára gamla Horns.

Dómararnir þrír dæmdu allir Horn sigurinn sem þótti umdeilt. Hann hefur nú unnið 17 af 18 bardögum sínum á ferlinum en einn endaði með jafntefli.

Talið er að Horn fái a.m.k. hálfa milljón Bandaríkjadala í sinn hlut fyrir bardagann.

Pacquiao, sem hefur átta sinnum orðið heimsmeistari, hefur tapað fjórum af síðustu níu bardögum sínum.

Box

Tengdar fréttir

Pacquiao: Conor á enga möguleika

Manny Pacquiao hefur engan áhuga á bardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather og varar fólk við því að hann gæti orðið mjög leiðinlegur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×