Lífið

Daði Freyr setur Gordjöss í nýjan búning

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Páll Óskar hefur verið duglegur við að spila lag Daða Freys á tónleikum og nú hefur Daði endurgoldið greiðann.
Páll Óskar hefur verið duglegur við að spila lag Daða Freys á tónleikum og nú hefur Daði endurgoldið greiðann.
Tónlistarmaðurinn Daði Freyr sigraði hjörtu þjóðarinnar þegar hann tók þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins fyrr á árinu.  Síðan þá hafa ábreiður Daða á hinum ýmsu íslensku dægurlögum vakið mikla athygli.  Nú hefur hann sent frá sér ábreiðu af laginu Gordjöss með Páli Óskari.

„Páll Óskar hefur verið duglegur að spila lagið mitt Hvað með það? á tónleikum svo það var ekki annað hægt en að taka ábreiðu af laginu Gordjöss sem hann gerði með Memfismafíunni,“ skrifar Daði, en myndbandið var tekið upp í árlegri grillveislu hjá fjölskyldu Árnýjar, kærustu Daða sem spilaði með honum í Söngvakeppninni.

Aðdáendur Daða þurfa ekki að bíða lengi eftir næsta smelli frá honum en hann ætlar að gefa út nýtt lag á föstudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×