Enski boltinn

Terry: Gat ekki spilað á móti Chelsea

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Terry spilar í búningi Aston Villa á næsta tímabili.
Terry spilar í búningi Aston Villa á næsta tímabili. vísir/getty
John Terry, nýjasti leikmaður Aston Villa, segist ekki hafa getað spilað á móti sínum gömlu félögum í Chelsea.

Terry var í dag kynntur sem nýr leikmaður enska B-deildarfélagið Aston Villa. Hann skrifaði undir eins árs samning við félagið.

Terry yfirgaf Chelsea um mánaðarmótin og hafði úr mörgum tilboðum að velja. Hann segist hafa hafnað þeim úrvalsdeildarfélögum sem reyndu að fá hann því hann hafi ekki getað hugsað sér að mæta Chelsea.

„Það hefði bara verið of erfitt fyrir mig andlega að mæta Chelsea,“ sagði Terry. „Ég var 22 ótrúleg ár hjá Chelsea. Ég er mjög stoltur af þeim en þetta er nýr kafli á mínum ferli.“

Terry vildi ekki svara því hvort hann myndi spila með Villa kæmist liðið aftur upp í ensku úrvalsdeildina.

Terry lék alls 717 leiki fyrir Chelsea en sá fyrsti var einmitt gegn Villa 28. október 1998.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×