Fótbolti

John Terry orðinn leikmaður Aston Villa

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
John Terry mun spila í treyju númer 26 fyrir Aston Villa
John Terry mun spila í treyju númer 26 fyrir Aston Villa Aston Villa/Twitter
John Terry er orðinn leikmaður Aston Villa á Englandi. Þetta staðfesti félagið á Twitter aðgangi sínum nú rétt í þessu.

Terry á að baki 78 leiki fyrir enska landsliðið, en er þó þekktastur fyrir feril sinn hjá Chelsea. Hann spilaði 492 deildarleiki fyrir félagið og hampaði Englandsmeistartitlinum fimm sinnum. Hann verður samherji íslenska lansdsliðsmannsins Birkis Bjarnasonar á næstu leiktíð, en Birkir kom til Villa í janúar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×