Íslenski boltinn

Alonso Sanchez yfirgefur Víking Ó

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ólsörum hefur ekki gengið nógu vel í upphafi tímabils.
Ólsörum hefur ekki gengið nógu vel í upphafi tímabils. vísir/andri marinó
Spánverjinn Alonso Sanchez er farinn frá Víkingi Ólafsvík. Félagið gaf frá sér yfirlýsingu þess efnis á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi.

„Víkingur Ólafsvík og Alonso Sanchez Gonzalez hafa komist að samkomulagi um að leikmaðurinn fari frá félaginu og mun hann því ekki spila fleiri leiki fyrir Víking. Alonso stóð sig vel í leikjum sínum með félaginu. Við þökkum honum fyrir gott samstarf auk þess sem við óskum honum góðs gengis í framhaldinu,“ segir í yfirlýsingu félagsins.

Alonso kom til Ólafsvíkur fyrir upphaf Pepsi-deildarinnar og spilaði fyrstu sjö leiki félagsins áður en hann meiddist og hefur verið fjarverandi síðan. 

Þjálfari Víkings, Ejub Purisevic, sagði í viðtali við fótbolta.net í síðustu viku að það væri ljóst einhverjir leikmenn myndu fara frá félaginu í félagaskiptaglugganum í júlí. 

Víkingur Ólafsvík er í neðsta sæti Pepsi-deildarinnar með sjö stig eftir níu leiki.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×