Íslenski boltinn

Brynjar: Blanda mér ekki í pólitík

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Brynjar í leik gegn Keflavík fyrr í sumar.
Brynjar í leik gegn Keflavík fyrr í sumar. vísir/anton
Leiknir R. mætir FH í Kaplakrika í fyrsta undanúrslitleiknum í bikarsögu félagsins.



Leiknismenn tryggðu sér sæti í undanúrslitunum með sigri á Skagamönnum í framlengdum leik í gær.



„Þetta er mjög spennandi og verður mjög gaman. Ég hlakka til að mæta þangað og sjá Leiknisfólk flykkjast í Krikann,“ sagði Brynjar Hlöðversson, fyrirliði Leiknis, í samtali við Vísi eftir bikardráttinn í dag. FH var ekki óskamótherji hans.

„Það var ákveðinn draumur sem blundaði í mér að mæta ÍBV í Eyjum og leikurinn yrði færður yfir á Þjóðhátíð. En það var samt bara djók draumur. Það hefði verið óskandi að fá heimaleik,“ sagði Brynjar.

Leiknir hefur slegið út tvö lið úr Pepsi-deildinni, Grindavík og ÍA, á leið sinni í undanúrslitin og mæta núna því þriðja í röð.

„Við höfum höfum staðið okkur vel á móti þeim og stefnum á að halda því áfram,“ sagði Brynjar um leikina gegn liðunum í deildinni fyrir ofan Leikni.

Talsverð umræða hefur skapast, m.a. á samfélagsmiðlum, um möguleikann á sameiningu Breiðholtsfélaganna Leiknis og ÍR. En hvar stendur Brynjar í því máli?

„Við Eyjó markvörður [Eyjólfur Tómasson] höfum sagt síðan við byrjuðum í fótbolta að við ætlum ekki að blanda okkur í pólitíkina fyrr en við erum hættir,“ sagði Brynjar.

„Það eru háværar raddir um sameiningu en raddirnar á móti eru fáar og lágværar. Ég sé bara hvað gerist.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×