Enski boltinn

Þýskur landsliðsmaður líklega á leið til Chelsea

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Antonio Rüdiger hefur leikið 16 leiki fyrir þýska landsliðið.
Antonio Rüdiger hefur leikið 16 leiki fyrir þýska landsliðið. vísir/getty
Chelsea á í viðræðum við Roma um kaup á þýska miðverðinum Antonio Rüdiger samkvæmt heimildum The Telegraph. Talið er að Rüdiger muni kosta Chelsea 30 milljónir punda.

Chelsea var nálægt því að landa öðrum miðverði frá Roma, Grikkjanum Kostas Manolas, en hann endaði hjá Zenit í Pétursborg.

Chelsea hefur fylgst með Rüdiger í þó nokkuð langan tíma og telja menn þar á bæ að geti reynst liðinu vel. Hann hefur reynslu af því að spila í þriggja manna vörn eins og Chelsea með nánast allt síðasta tímabil.

Rüdiger, sem er 24 ára, hóf ferilinn með Stuttgart en fór til Roma árið 2015. Hann hefur leikið 16 landsleiki fyrir Þýskaland og er í þýska liðinu sem er komið í úrslit Álfukeppninnar í Rússlandi.

Búist er við því að Chelsea gangi frá kaupunum á Tiemoue Bakayoko frá Monaco á næstu dögum og þá á félagið í viðræðum við Juventus um kaup á vinstri bakverðinum Alex Sandro.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×