Innlent

Tæp hálf milljón í bætur fyrir smalatík í Berufirði

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Þessi hundur er ekki sá sem um ræðir í fréttinni.
Þessi hundur er ekki sá sem um ræðir í fréttinni. vísir/epa
Bóndi í Berufirði fékk rúmlega 420 þúsund krónur úr ábyrgðartryggingu bifreiðar sem ekið var á tík í hans eigu. Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum komst að þessari niðurstöðu í fyrra en úrskurðir síðasta árs voru birtir nýlega.

Tryggingafélag bifreiðarinnar og bóndinn deildu um fjárhæð bótanna. Félagið taldi að fjárhæðin ætti aðeins að nema verðinu sem hún var keypt á en bóndinn vildi bæta kostnaði við smalaþjálfun við.

Nefndin leit til búsetu og starfa bóndans og taldi augljóst að tjón hans væri annað og meira en við kaup á hreinræktuðum skrauthundi. Tjónið væri meðal annars falið í því að koma sér upp hundi sem hefði sambærilega getu á við þann sem fórst. Tjónið var metið að minnsta kosti 423 þúsund krónur og þarf félagið að greiða honum þá upphæð.


Tengdar fréttir

Fékk í bakið við að lyfta líki

Starfsmaður útfararstofu hér á landi fær ekki bætur úr slysatryggingu launþega þar sem bakmeiðsl, sem hann hlaut við að lyfta þungu líki yfir í kistu, taldist ekki slys.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×