Fótbolti

Forseti Real Madrid alveg slakur yfir ákæru Ronaldo og dettur ekki í hug að selja hann

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Cristiano Ronaldo gæti yfirgefið Real.
Cristiano Ronaldo gæti yfirgefið Real. vísir/getty
Florentino Pérez, forseti Real Madrid, er ekki einu sinni að íhuga það að selja Cristiano Ronaldo í sumar.

Ronaldo er sagður vilja burt frá Real og burt frá Spáni vegna ákæru um skattsvik en Portúgalinn er sagður hafa áhuga á því að snúa aftur til Manchester United.

Florentino Pérez, sem á dögunum var endurkjörinn forseti Real Madrid til ársins 2021, hefur ekkert heyrt í Ronaldo eins og sum blöð hafa haldið fram. Hann fær allar sínar fréttir í dagblöðum og útvarpi eins og aðrir af þessu máli.

„Ég vil ekki álykta neitt. Ég þekki Cristiano. Hann er frábær strákur og fullkominn atvinnumaður. Allt þetta mál er mjög skrítið,“ segir Pérez í viðtali við útvarpstöðina Onda Cero.

„Ég hef ekki talað við Ronaldo síðan eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Allt sem ég hef heyrt er í gegnum fréttirnar.“

„Hvorki ég né nokkur annar tengdur Real Madrid erum einu sinni að íhuga það að Ronaldo gæti yfirgefið félagið. Við erum alveg slakir yfir þessu öllu. Ég hef ekki talað við neitt annað félag og okkur hefur ekkert tilboð borist í Ronaldo, Álvaro Morata né James Rodriguez,“ segir Florentino Pérez.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×