Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Atli Ísleifsson skrifar
Ný uppgötvun Íslenskrar erfðagreiningar mun auka skilning manna á geðklofa, en íslensk fjölskylda varð kveikjan að uppgötvuninni. Fjallað verður um þetta og rætt við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Þar kynnum við okkur líka sameiginlegar tillögur Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands, sem eiga að vinna gegn kennitöluflakki.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá Hörpu, þar sem utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkja funda í dag og kynnum okkur órannsakaðar fornleifar í Herjólfsdal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×