Innlent

Ásdís strandaði í innsiglingunni í Bolungarvíkurhöfn

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Mildi þykir að ekki hafi farið verr í dag þegar Ásdís IS-2 var dregin til hafnar í Bolungarvíkurhöfn eftir að hafa fengið dragnótarpokann í skrúfuna.

Vindur og mikill straumur bar bátinn af leið í innsiglingunni sem olli því að hann steytti á sandrifi.

Bæjarstjórinn hefur áhyggjur af því að sjófarendum stafi hætta af innsiglingunni sem hefur verið að þrengjast á undanförnum árum vegna sandrifa sem hafa verið að byggjast upp. Bæjarfélagið hefur barist fyrir stækkun hafnarinnar vegna aukinna umsvifa en í samgönguáætlun er ekki gert ráð fyrir nýframkvæmdum þar sem ekki er til fé í hafnarbótasjóði.

„Þetta er fyrsti báturinn sem strandar en það hafa bátar hérna lent í vandræðum. Tekið niðri og oft hefur mátt muna litlu. Þetta er ástand sem að er óviðunandi. Það voru vissulega mikið vonbrigði þegar að samgönguáætlun gerði ráði fyrir að það yrði sett fjármagn í hafnarbótasjóð sem myndi tryggja framgöngu þessara verkefna að það skuli hafa verið skert í fjárlögum síðasta árs,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×