Fótbolti

Mexíkóar komnir í góða stöðu eftir sigur á Ný-Sjálendingum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Oribe Peralta fagnar sigurmarki sínu.
Oribe Peralta fagnar sigurmarki sínu. vísir/epa
Mexíkó kom til baka og vann 2-1 sigur á Nýja-Sjálandi í A-riðli Álfukeppninnar í fótbolta í kvöld. Leikið var í Sochi.

Með sigrinum komst Mexíkó á topp riðilsins. Mexíkóar eru með fjögur stig, líkt og Portúgal sem vann 1-0 sigur á Rússlandi fyrr í dag. Nýja-Sjáland er hins vegar í neðsta sæti riðilsins og á ekki lengur möguleika á að komast í undanúrslit.

Ný-Sjálendingar leiddu í hálfleik þökk sé marki Chris Wood, markahæsta leikmanns ensku B-deildarinnar í vetur.

Raúl Jiménez jafnaði metin á 54. mínútu og þegar 18 mínútur voru til leiksloka skoraði Oribe Peralta sigurmark mexíkóska liðsins. Lokatölur 2-1, Mexíkó í vil.

Mexíkóar mæta Rússum í lokaumferð riðlakeppninnar á laugardaginn á meðan Ný-Sjálendingar leika gegn Cristiano Ronaldo og félögum í portúgalska landsliðinu.


Tengdar fréttir

Ronaldo gerði gæfumuninn

Cristiano Ronaldo tryggði Evrópumeisturum Portúgals sigur á Rússlandi, 0-1, í A-riðli Álfukeppninnar í fótbolta í dag. Leikið var á Otkrytiye Arena í Moskvu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×